Styrkþegar eða fulltrúar styrkþega á Akureyri í dag.
Margir af styrkþegum eða fulltrúar þeirra sem fengu 100 þúsund króna styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA svf. tóku við styrkjunum við athöfn á Fiðlaranum á Akureyri í dag. Styrkina afhentu Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, og Andri Teitsson, framkvæmdastjóri.
Eftirtaldir nítMargir af styrkþegum eða fulltrúar þeirra sem fengu 100 þúsund króna styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA svf. tóku við styrkjunum við athöfn á Fiðlaranum á Akureyri í dag. Styrkina afhentu Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, og Andri Teitsson, framkvæmdastjóri.
Eftirtaldir nítján aðilar hlutu 100 þúsund króna styrki að þessu sinni til margvíslegra menningarverkefna:
Ferðafélagið Rjúkandi - félagsskapur geðfatlaðra
Norðanvindur ullarvinnuhópur
Þrettán plús þrjár sýning í Lystagarðinum á Akureyri
Hlynur Hallsson, myndlistarmaður myndlistarsýningar í Nýlistasafninu og Ketilhúsinu
Rósa Kristín Júlíusdóttir, myndlistarmaður þátttaka í sýningunni List án landamæra
Sigurður Friðleifsson gerð sögu- og menningartalhólfs fyrir Eyjafjarðarsvæðið
Samgönguminjasafnið í Kinn stuðningur við uppbyggingu safnsins
Pétur Bjarni Gíslason stuðningur við byggingu húss fyrir uppstoppaða fugla
Hollvinir Hraunsréttar í Aðaldal til áframhaldandi uppbyggingar Hraunsréttar
Strandaakademían verkefnið Draumur á nýrri öld
Þorgeirskirkja í Ljósavatnsskarði til kaupa á píanói til tónlistarflutnings í kirkjunni
In memoriam til að ljúka við legstaðaskráningu í Eyjafjarðarprófastdæmi
Björn Steinar Sólbergsson, organisti útgáfa á geisladiski með öllum orgelverkum Páls Ísólfssonar í samvinnu við Skálholtsútgáfuna
Þjóðlagahátíð á Siglufirði stuðningur við framkvæmd fjórðu þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði sumarið 2004
Berjadagar í Ólafsfirði stuðningur við tónlistarhátíðina Berjadagar í Ólafsfirði 2004
Skíðafélag Siglufjarðar stuðningur við nýja skíðalyftu félagsins í Siglufjarðarskarði
Dagbjört Brynja Harðardóttir stuðningur við verkefni v/einhverfs drengs
Samstarfsaðilar v/hreyfiþroska leikskólabarna þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun í hreyfiþroska
Félagsskapurinn Fýll stuðningur við verkefnið Aldrei Nei Never sýning í þremur hlutum 5 myndlistarmenn í Berlín, 5 í Reykjavík og 5 á Akureyri