1,5 milljón greiðist úr Menningarsjóði KEA

Á þessu ári kemur til úthlutunar 1,5 milljón króna úr Menningarsjóði KEA. Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, segir við það miðað að úthluta styrkjum til menningarverkefna í maí og verður úthlutun styrkjanna kynnt þegar þar að kemur. Á undanförnum árum hefur fjöldi félagasamtaka, einstaklÁ þessu ári kemur til úthlutunar 1,5 milljón króna úr Menningarsjóði KEA. Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, segir við það miðað að úthluta styrkjum til menningarverkefna í maí og verður úthlutun styrkjanna kynnt þegar þar að kemur. Á undanförnum árum hefur fjöldi félagasamtaka, einstaklinga og aðrir sótt um styrki úr Menningarsjóði KEA og svo er einnig í ár. Benedikt hvetur þá sem kynnu að vilja sækja um styrk úr Menningarsjóði KEA að draga ekki að senda inn umsókn. Umsóknin sendist skrifstofu KEA, Hafnarstræti 91-95, 600 Akureyri - merkt "Menningarsjóður KEA". Nú liggja fyrir drög að nýrri reglugerð fyrir "Menningar- og verkefnasjóð" sem kemur í stað gamla Menningarsjóðs KEA. Reglugerðin var kynnt deildarstjórum gömlu deilda KEA á Akureyri í gær.