Tuttugu aðilar fá 100 þúsund krónur hver úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

Tuttugu einstaklingar eða félagasamtök fengu 100 þúsund króna styrki úr Menningar- og viðurkenningas…
Tuttugu einstaklingar eða félagasamtök fengu 100 þúsund króna styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA.
Í dag voru styrkir úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA afhentir á Fiðlaranum á Akureyri. Viðstaddir voru styrkþegar eða fulltrúar þeirra. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, og Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, afhentu styrkina. Í það heila voru afhentir 28 styrkir að þessu sinni, sÍ dag voru styrkir úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA afhentir á Fiðlaranum á Akureyri. Viðstaddir voru styrkþegar eða fulltrúar þeirra. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, og Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, afhentu styrkina. Í það heila voru afhentir 28 styrkir að þessu sinni, samtals að upphæð um 4 milljónir króna. Í öðrum styrktarflokknum eru einstaklingar eða félagasamtök sem á einn eða annan hátt koma að fjölbreyttum menningarverkefnum. Tuttugu aðilar fengu styrki í þessum flokki, í hlut hvers koma 100 þúsund krónur. Styrkþegar í þessum flokki eru:: Ungmennafélagið Efling í Reykjadal – vegna uppfærslu á nýju íslensku leikriti – Landsmótinu eftir Jóhannes Sigurjónsson og Hörð Benónýsson. Tónvinafélag Laugaborgar í Eyjafjarðarsveit – vegna kynningar, heimasíðugerðar, tónleika o.fl. Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari í Dalvíkurbyggð – til útgáfu á geisladiski með einleiksverkum á píanó. Stúlknakór Akureyrarkirkju – vegna tónleikaferðar til Svíþjóðar. Menningar- og listvinafélagið Beinlaus biti í Ólafsfirði – vegna útgáfu á nýjum geisladiski með hljómsveitinni Roðlaust og beinlaust ÍsMedia/Kristlaug Sigurðardóttir – vegna framleiðslu á kvikmynd í fullri lengd sem gerist á Akureyri. Fiskidagurinn mikli á Dalvík – árleg hátíð í ágúst á Dalvík sem hefur fest sig í sessi sem ein af fjölsóttustu hátíðum ársins á landinu. Sproti ehf. á Þverá í Skíðadal – til vinnslu menningar- og fræðsluverkefnis fyrir börn. Yean Fee Quay, myndlistarmaður á Akureyri – til að þróa tölvutækt efni vegna sýningar í Listasafninu á Akureyri. Nonnahús á Akureyri – til að hanna, prenta og þýða upplýsingabækling Ólafur Sveinsson, myndlistarmaður á Akureyri – vegna myndlistarsýningar. Nemendafélag Myndlistaskólans á Akureyri – vegna uppákoma á aðventunni 2003 í miðbæ Akureyrar. Erlingur Sigurðarson á Akureyri – til að efla ljóðlist. Smámunasafn Sverrir Hermannssonar í Eyjafjarðarsveit – vegna skráningar muna safnsins. Listasafnið á Akureyri – vegna sýningarinnar “Konur allra landa” – 177 verk 177 kvenna. Sundfélagið Óðinn á Akureyri – til markvissrar sundþjálfunar fatlaðra barna og unglinga. Minningarsjóður Heimahlynningar á Akureyri – til kaupa á búnaði fyrir sjúklinga. Alþjóðastofan á Akureyri – vegna menntasmiðju fyrir konur af erlendum uppruna. Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf. – til gerðar sögukorts fyrir Norðurland eystra. Þorsteinn Þorsteinsson Akureyri – til könnunar á fuglífi í Hrísey.