KEA aðalbakhjarl Listasumars 2006

Valdís Viðars, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, Þórgnýr Dýrfjörð og Sigrún Björk Jakobsdóttir við undirs…
Valdís Viðars, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, Þórgnýr Dýrfjörð og Sigrún Björk Jakobsdóttir við undirskrift á samningi KEA og Listasumars.
Samhliða því að  Listasumar á Akureyri var sett í dag var skrifað undir samning við KEA sem er aðalbakhjarl Listasumars að þessu sinni. Þetta er í 14. sinn sem efnt er til þessarar listahátíðar í bænum en umfang Listasumars hefur aukist jafnt og þétt. Það er nú glæsilegra en nokkru sinni fyrr og nær til ríflega 200 viðburða í bænum. Listasumri lýkur 26. ágúst með Akureyrarvöku, allsherjarlistavöku í miðbæ Akureyrar, þar sem öllu er til tjaldað með uppákomum af ýmsu tagi, ásamt því að verslanir og söfn verða opin fram eftir nóttu.

Stuðningur KEA við Listasumar er í samræmi við markmið félagsins um eflingu  menningar- og atvinnulífs á starfssvæði sínu en félagið leggur á hverju ári umtalsverðar fjárhæðir til lista-  og menningastarfs af ýmsum toga.
Valdís Viðars í Menningarmiðstöðinni í Listagili segir að undirbúningur Listasumars 2006 hafi staðið í um ár og spennan veriðstigvaxandi. Mikið hefur verið um að vera síðustu vikurnar við að fá allt tilað smella saman, hátíðin sé glæsilegri og fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og Akureyringar og gestir bæjarins hafi því til mikils að hlakka í allt sumar.