Fróðleg umræða um áhrif jarðganga

Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, var með framsögu á fund…
Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, var með framsögu á fundinum í gær um félags- og efnhagsleg áhrif jarðganga á Tröllaskaga.
Ýmsar fróðlegar upplýsingar komu fram á deildarfundi Út-Eyjafjarðardeildar KEA í Ólafsfirði í gær, en þar ræddi Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, um félags- og efnahagsleg áhrif jarðganga á Tröllaskaga. Ljóst er að áhrifin verða umtalsverð fyrir atvinnulífiÝmsar fróðlegar upplýsingar komu fram á deildarfundi Út-Eyjafjarðardeildar KEA í Ólafsfirði í gær, en þar ræddi Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, um félags- og efnahagsleg áhrif jarðganga á Tröllaskaga. Ljóst er að áhrifin verða umtalsverð fyrir atvinnulífið við utanverðan Eyjafjörð og sömuleiðis munu áhrifin verða mikil í t.d. ferðaþjónustu, því með jarðgöngunum opnast ný hringleið fyrir ferðafólk, t.d. ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum til Akureyrar, frá Akureyri vestur um til Siglufjarðar og til baka um Öxnadalsheiði. Á fundinum í gær kjörin stjórn Út-Eyjafjarðardeildar. Aðalmenn í stjórn voru endurkjörnir; Guðbjörn Gíslason, Dalvíkurbyggð, deildarstjóri, Baldvin Haraldsson, Stóru-Hámundarstöðum, Ármann Þórðarson, Ólafsfirði , Ásdís Jóna Magnúsdóttir, Siglufirði, og Ingimar Ragnarsson, Hrísey. Varamenn voru kjörnir Óskar Gunnarsson, Dæli í Svarfaðardal og Sveinbjörn Steingrímsson.