Auglýst eftir hugmyndum um framtíðarstarfsemi í Kaupvangsstræti 6

Kaupvangsstræti 6. Í þessum húsum hófst iðnaðarstarfsemi KEA á sínum tíma.
Kaupvangsstræti 6. Í þessum húsum hófst iðnaðarstarfsemi KEA á sínum tíma.
Kaupfélag Eyfirðinga hefur um nokkurt skeið unnið að úttekt á endurbyggingu húsanna við Kaupvangsstræti 6 á Akureyri. Hús þessi eru staðsett neðst í svonefndu Grófargili og hafa lengstum gengið undir nafninu Bögglageymsluhúsin eða gamla mjólkur- og sláturhús KEA. Húsin voru fyrstu iðnaðarhús KaupfélKaupfélag Eyfirðinga hefur um nokkurt skeið unnið að úttekt á endurbyggingu húsanna við Kaupvangsstræti 6 á Akureyri. Hús þessi eru staðsett neðst í svonefndu Grófargili og hafa lengstum gengið undir nafninu Bögglageymsluhúsin eða gamla mjólkur- og sláturhús KEA. Húsin voru fyrstu iðnaðarhús Kaupfélags Eyfirðinga á sínum tíma og eiga því merkilega sögu að baki. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíðarnotkun húsanna en hér með auglýsir KEA eftir aðilum sem kunna að hafa áhuga á að koma á fót starfsemi í húsinu af einhverjum toga, hvort heldur er í hluta húsanna eða að öllu leyti. Engin skilyrði eru sett varðandi þessa hugmyndavinnu en nauðsynlegt er að framtíðarhlutverk húsanna falli vel að hlutverki miðbæjar Akureyrar og ekki síst þeirri listastarfsemi sem búið er að byggja upp í Grófargili. Byggingarnar að Kaupvangsstræti 6 eru í fjórum hlutum, alls um 460 fermetrar. Elsti hluti húsanna er frá árinu 1907. Í framhaldi af hugmyndavinnu um nýtingu húsanna verður tekin ákvörðun um endurgerð þeirra og framkvæmdahraða. Öllum er frjálst að skila inn hugmyndum um framtíðarhlutverk húsanna. Skila þarf inn lýsingu á hugmynd til KEA, annað hvort bréfleiðis merkt Kaupfélag Eyfirðinga, Hafnarstræti 91-95, 600 Akureyri eða á tölvupósti á netfangið kea@kea.is. Samhliða lýsingu á hugmynd þarf að koma þarf fram nafn og heimilisfang höfundar. Tillögum skal skila inn sem fyrst.