Aðsóknarmet á KEA-degi á Glerártorgi

Stúlkur í Dansfélagi MA taka létt dansspor á Glerártorgi í dag.
Stúlkur í Dansfélagi MA taka létt dansspor á Glerártorgi í dag.
Í orðsins fyllstu merkingu var fullt út úr dyrum á vel heppnuðum KEA degi á Glerártorgi á Akureyri í dag. Húsvörður á Glerártorgi taldi að sett hafi verið aðsóknarmet að einni uppákomu í verslunarmiðstöðinni, en fyrra metið taldi hann að Bylgjulestin svokallaða hafi átt. En svo mikið er víst að nokkÍ orðsins fyllstu merkingu var fullt út úr dyrum á vel heppnuðum KEA degi á Glerártorgi á Akureyri í dag. Húsvörður á Glerártorgi taldi að sett hafi verið aðsóknarmet að einni uppákomu í verslunarmiðstöðinni, en fyrra metið taldi hann að Bylgjulestin svokallaða hafi átt. En svo mikið er víst að nokkur þúsund manns lögðu leið sína á Glerártorg í dag og fylgdust með menningarveislunni sem KEA bauð gestum upp á, en hún var að miklu leyti borin upp af ungu fólki og er ástæða til að fagna sérstaklega öflugu menningarstarfi unga fólksins á félagssvæðinu. Þeir sem fram komu í dag voru: Freyvangsleikhúsið - atriði úr leikritinu um Káinn. Hljómsveitin Douglas Wilson, með söngvarann Stefán Jakobsson í broddi fylkingar. Djasstríóið 26. apríl - Wolfgang Frosti Sahr, Karl Petersen og Birgir Karlsson. Leikhópurinn "Hálfur hrekkur í dós" með atriði úr leikritinu um Búkollu. Leikfélag MA - atriði úr söngleiknum Chicago. Leikhópur VMA - atriði úr söngleiknum Grease. Dansfélag MA með dansatriði. Öllu þessu lístafólki þakkar KEA fyrir hlut þess í vel heppnaðri dagskrá.