Úthlutanir í nóvember 2012

Almennir styrkir, styrkupphæð kr. 150.000,-.

  • · Aflið samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Norðurlandi, til reksturs félagsins.
  • · Samkór Svarfdæla, til að gera dagskrá í tali og tónum um ævi Jóhanns Svarfdælings á hundrað ára afmælisári hans 2013.
  • · Leikfélag Húsavíkur, til að varðveita og skrásetja sögu leikfélagsins.
  • · Geðlist, til að kaupa verkfæri til listsköpunar.
  • · Útgerðarminjasafnið á Grenivík, til að ganga frá bílastæðum í kringum safnið.
  • · Hörður Geirsson, til að taka myndir á gler- og álplötur og gefa út ljósmyndabók.
  • · SÍMEY/Fjölmennt, til að halda hátíðina List án landamæra.
  • · Leikfélag Hörgdæla, til að skrifa leikrit um Djáknann frá Myrká.
  • · Slökkvilið Siglufjarðar F-314, til að gera upp fyrsta slökkvibíl Siglufjarðar í tilefni 100 ára afmælis slökkviliðsins 2015.
  • · Listvinafélag Akureyrarkirkju, til að kaupa flygil fyrir kirkjuna.
  • · Kór Glerárkirkju, til tónleikahalds í tilefni 20 ára vígsluafmælis kirkjunnar.

Ungir afreksmenn, styrkupphæð kr. 125.000,-.

  • · Brynjar Leó Kristinsson, skíðaganga.
  • · Gunnar Björn Jónsson, söngur.
  • · Ævar Ingi Jóhannesson, knattspyrna.
  • · Arnar Geir Ísaksson, skíði.
  • · Ævarr Freyr Birgisson, golf.
  • · Sveinborg Katla Daníelsdóttir, taekwondo.
  • · Gísli Björgvin Gíslason, leiklist.
  • · Grétar Skúli Gunnarsson, kraftlyftingar.
  • · Ómar Smári Skúlason, íshokkí.
  • · Haukur Fannar Möller, taekwondo.
  • · Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, golf.
  • · Agnes Eva Þórarinsdóttir, efnafræði.
  • · Benedikt Rúnar Valtýsson, blak.
  • · Sigrún Mary McCormick, fiðluleikur.

 

Íþróttastyrkir, styrkupphæð kr. 200.000,-.

  • · Karatefélag Akureyrar, til að kaupa dýnur á keppnis- og æfingavöll félagsins.
  • · Íþróttafélagið Völsungur – Skíðagöngudeild, til að standa fyrir 60 km skíðagöngu fyrir almenning.
  • · Ungmenna- íþróttasamband Fjallabyggðar, til að halda vetrarleika.
  • · Hjólabrettafélag Akureyrar, til að opna innanhúss-hjólabrettaaðstöðu.
  • · Ungmennafélagið Smárinn, til að kaupa hástökksdýnu, rár og tartar startblokkir.
  • · Fimleikadeild UMFS, til áhaldakaupa fyrir félagið.
  • · Golfklúbbur Akureyrar, til uppbyggingar á æfingasvæði klúbbsins.

Þátttökuverkefni:

  • · Iðnaðarsafnið á Akureyri, kr. 250 þúsund, til að setja upp upplýsingaspjöld við safnmuni.
  • · Síldarminjasafn Íslands, kr. 250 þúsund, til að endurgera verkstæðishús gamla Slippsins á Siglufirði.
  • · Jakob Björnsson fh. óstofnaðs útgáfufélags, kr. 250 þúsund, til að rita og gefa út Sögu starfsmannafélags verksmiðja Sambandsins.
  • · Gamli bærinn Öngulsstöðum, kr. 500 þúsund, til uppbyggingar á gamla bænum á Öngulsstöðum.